Kara Guðrún Melsteð er látin, 61 árs að aldri. Hún lést á heimili sínu í Þýskalandi þann 31. maí. Kara fæddist á Akureyri þann 22. september árið 1959.
akureyri.net greindi frá þessu.
Kara var eiginkona Alfreðs Gíslasonar, landsliðsþjálfara Þýskalands í handknattleik. Þau hafa verið búsett í Þýskalandi um árabil og Alfreð gert garðinn frægan sem þjálfari. Kara starfaði meðal annars sem kennari en hún glímdi við veikindi síðustu misseri.
DV sendir öllum aðstandendum Köru Guðrúnar Melsteð innilegar samúðarkveðjur.