Gareth Southgate hefur valið 26 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið sem hefst þann 11 júní. Trent Alexander-Arnold slapp inn í
lokahópinn.
Jude Bellingham fer með á mótið en Jesse Lingard slapp ekki inn í lokahóp Southgate þrátt fyrir góða frammistöðu síðustu mánuði.
Jordan Henderson og Harry Maguire sem glímt hafa við meiðsli komast með og ættu að vera heilir heilsu.
Athygli vekur að Southgate tekur fjóra hægri bakverði, Trent, Kyle Walker, Kieran Trippier og Recce James. Talað er um að Trent muni í mótinu leika sem miðjumaður komi hann við sögu.
Bæði Phil Foden og Jack Grealish eru í hópnum og eru á leið á sitt fyrsta stórmót.
Markverðir: Pickford, Henderson, Johnstone
Varnarmenn: Alexander-Arnold, Chilwell, Coady, James, Maguire, Mings, Shaw, Stones, Trippier, Walker
Miðjumenn: Bellingham, Henderson, Mount, Phillips, Rice
Framherjar: Foden, Calvert-Lewin, Grealish, Kane, Rashford, Saka, Sancho, Sterling
The Call-up ft. @Wretch32
Your official #ThreeLions squad announcement for #EURO2020! pic.twitter.com/uJTEkVxApc
— England (@England) June 1, 2021