Enskir miðlar sögðu frá því í morgun að Trent Alexander-Arnold bakvörður Liverpool yrði ekki í landsliðshópi Englands sem færi á Evrópumótið.
Trent var ekki í hópnum í mars og var sagt að Gareth Southgate myndi ekki taka hann með á EM. Southgate velur hóp sinn í dag.
Southgate hefur hins vegar snúist hugur og ætlar nú að taka Trent með á mótið, en bakvörðurinn verður hugsaður sem miðjumaður.
Trent gæti orðið miðjumaður seinna á ferli sínum og hefur ítrekað verið rætt um það.
Jesse Lingard verður ekki í hópnum og þarf Southgate að fækka um sex leikmenn en hann valdi fyrst um sin 33 leikmenn en aðeins 26 fara á mótið. Mason Greenwood gefur ekki kost á sér vegna meiðsla en hann var í 33 manna hópnum.