Steven Gerrard stjóri Rangers í Skotlandi er á blaði hjá Everton sem næsti stjóri félagsins. The Athletic segir frá.
Í frétt The Athletic kemur einig fram að allt sé klappað og klárt hjá Carlo Ancelotti um að hætta hjá Everton og taka við Real Madrid.
Zinedine Zidane sagði upp störfum í síðustu viku hjá Real Madrid, hann var ósáttur með Florentio Perez forseta félagsins.
Ancelotti var stjóri Real Madrid frá 2013 til 2015 og vann meðal annars Meistaradeildina.
Samkvæmt The Athletic hefur Everton áhuga á að ráða Gerrard til starfa sem var goðsögn hjá Liverpool sem leikmaður. Óvíst er hvort Gerrard væri klár í að taka við erkifjendum Liverpool.
Önnur nöfn á blaði Everton eru Rafa Benitez, David Moyess, Paulo Fonseca, Erik ten Hag og Roberto Martinez.