Carlo Ancelotti stjóri Everton er efstur á blaði Real Madrid til að taka við þjálfun liðsins í sumar. Hinir ýmsu erlendu miðlar greina frá.
Stuðulinn á það að Ancelotti tók við hefur lækkað hratt og örugglega í morgun og má leiða að því líkum að auknar líkur séu á að hann taki við.
Zinedine Zidane sagði upp störfum í síðustu viku, hann var ósáttur með Florentio Perez forseta félagsins.
Ancelotti var stjóri Real Madrid frá 2013 til 2015 og vann meðal annars Meistaradeildina.
Ef Ancelotti lætur af störfum hjá Real Madrid er ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson fær nýjan yfirmann og þjálfara í sumar.