Víkingur eru að leita leiða til að styrkja lið sitt fyrir næstu árin en Alex Freyr Elísson leikmaður Fram er í viðræðum við félagið.
Fótbolti.net greinir svo frá því að Arnór Borg Guðjohnsen sóknarmaður Fylkis sé í viðræðum við félagið.
Arnór gekk í raðir Fylkis á síðasta ári en hann tvítugur framherji sem skoraði fjögur mörk á síðustu leiktíð.
Arnór var áður í herbúðum Swansea í Wales en hann ólst upp í Breiðabliks. Samningur Arnórs við Fylki er á enda í haust og því er félögum frjálst að ræða við hann.
Alex Freyr leikmaður Fram er einnig samningslaus og gæti samið við Víkinga líkt og Arnór sem er sonur Arnórs Guðjohnsen og bróðri Eiðs Smára sem eru tveir af bestu knattpsyrnumönnum í sögu Íslands.