fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Akureyrarkirkja vill 20 milljónir úr hendi ósakhæfs manns vegna skemmdarverka – Kirkjan réð formann eigin sóknarnefndar sem lögmann

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 10:36

Myndin er samsett. Mynd af Akureyrarkirkju: Pjetur - Mynd af Ólafi: Skjáskot af vefsíðu Lögmannsstofu Norðurlands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fyrir hádegi í dag verður tekið fyrir mál Akureyrarkirkju gegn karlmanni, en kirkjan gerir þar kröfu um að hann greiði kirkjunni 20 milljónir í skaðabætur vegna skemmdarverka sem hann á að hafa unnið á kirkjunni í janúar 2017. Maðurinn var metinn ósakhæfur í sakamáli um sama atvik.

Skemmdarverk voru unnin á fjórum kirkjum þann 4. janúar og var maðurinn handtekinn degi síðar á Akureyri, grunaður um verkið. Skemmdarverkin vöktu mikla athygli og var sagt frá þeim í fjölmiðlum. „God Satan, Good Bad, Hegelian Dialectic,“ „God=Dictator,“ „Religion=Slavery,“ „Symbolism=Mass Control,“  og „God is a Cunt,“ var meðal þess sem skrifað hafði verið utan á kirkjur bæjarins með úðabrúsa.

Í frétt RUV frá því 2017 er haft eftir Ólafi Rúnari Ólafssyni, formanni sóknarnefndar Akureyrarkirkju, að illa hafi gengið að ná öllum ummerkjum af klæðningu kirkjunnar. Var þar jafnframt haft eftir honum að það gæti farið svo að fjarlægja þyrfti skemmdu klæðninguna af kirkjunni og setja nýja. Klæðning Akureyrarkirkju er friðuð.

Ákæra var gefin út á sínum tíma, en maðurinn þá metinn ósakhæfur. Lauk því þeim málaferlum án dóms. Skipaður verjandi mannsins í sakamálinu staðfesti í samtali við DV að maðurinn hafi verið metinn ósakhæfur og málinu lokið þannig, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið.

Samkvæmt heimildum DV hefur maðurinn átt við andleg veikindi að stríða og var metinn ósakhæfur vegna þeirra. Þá missti maðurinn foreldra sína og bróður í hræðilegu flugslysi við Múlakot í Fljótshlíð sumarið 2019.

Tug milljóna krafa

Í kjölfar þess að maðurinn var metinn ósakhæfur féllu þrjár kirkjur frá kröfum sínum í málinu. Akureyrarkirkja hins vegar höfðaði einkamál sem nú er til meðferðar í dómskerfinu, og verður sem fyrr segir tekið fyrir í Héraðsdómi Norðurlands Eystra í dag, fyrir hádegi.

Heimildir DV herma að Akureyrarkirkja krefjist þess að maðurinn greiði kirkjunni 20 milljónir í bætur.

Lögmaður Akureyrarkirkju í einkamálinu er svo áðurnefndur Ólafur Rúnar Ólafsson, sem enn er formaður sóknarnefndar kirkjunnar. DV ráðfærði sig við lögfræðinga sem sögðu það í besta falli óheppilegt að formaður sóknarnefndar sem tekur ákvörðun um að höfða málið sé jafnframt starfandi lögmaður kirkjunnar í málinu, sér í lagi í ljósi þess að um Þjóðkirkjuna sé að ræða. Í versta falli gæti verið um brot á siðareglum lögmanna að ræða.

Í 8. gr. siðareglna segir: „Lögmanni ber að forðast að samkenna sig skjólstæðingi sínum og hefur kröfu til að vera ekki samkenndur þeim sjónarmiðum og hagsmunum, sem hann gætir fyrir skjólstæðing sinn.“

Lögmaður Akureyrarkirkju í málinu er ekki aðeins formaður sóknarnefndar, heldur kom fram fyrir hönd kirkjunnar í fjölmiðlum í kjölfar skemmdarverkanna, tók ákvörðun um að kæra málið til lögreglu, kom fram fyrir hönd kirkjunnar við rekstur sakamálsins, og var aðili að ákvörðun um að höfða einkamálið.

Ekki náðist í Ólaf Rúnar við vinnslu fréttarinnar og er spurningum DV, listaðar hér að neðan, enn ósvarað:

  1. Er eðlilegt að kirkjan geri 20 milljóna bótakröfu vegna aðgerða ósakhæfs manns?
  2. Þykir þér eðlilegt að formaður sóknarnefndar starfi sem lögmaður kirkjunnar í svona máli?
  3. Var ráðning þín í þetta verk [sem lögmaður] lögð fyrir og samþykkt af sóknarnefnd í heild?

DV tók jafnframt Svavar Alfreð Jónsson, sóknarprest á tal en hann vildi lítið tjá sig um málið. Hann staðfesti þó að prestar kirkjunnar voru hafðir með í ráðum þegar tekin var ákvörðun um að leggja af stað í málareksturinn. Aðspurður hvort það teldist kristilegt að krefjast 20 milljóna úr hendi manns sem metinn var ósakhæfur vegna sama atviks, vísaði presturinn á Ólaf Rúnar, formann sóknarnefndar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“