fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Enn hækkar fasteignamat – Mesta hækkunin í Bolungarvík

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. júní 2021 09:00

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni 21.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár þá hækkar fasteignamat um 7,9% á milli ára fyrir árið 2022. Sérbýli hækkar um 8,2% en fjölbýli um 7,7%. Mesta hækkunin er í Bolungarvík eða 30.7%.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á höfuðborgarsvæðinu sé almenn hækkun á íbúðarmati 8,9% en 5,2% á landsbyggðinni. Mest er hækkunin í Bolungarvík eða 30,7%, þar næst kemur Kjósarhreppur með 29,4% og þar á eftir Ísafjarðarbær með 23,6% hækkun.

Heildarmat fasteigna hækkar um 7,4% á milli ára og verður 10.340 milljarðar árið 2022. Á síðasta ári hækkaði fasteignamatið um 2,1% á landsvísu og því er hækkunin á milli ára umtalsverð.

Mesta hækkunin er á Vestfjörðum eða 16,3%. Í Skorradalshreppi lækkar það um 2,6%.

Fréttablaðið hefur eftir Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, að hækkunin sé nokkuð meiri heilt yfir landið en fyrir ári síðan og sé það í takt við þróun fasteignaverðs frá febrúar 2020 til febrúar 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur