Georgina Rodriguez, kærasta knattspyrnukappans Cristiano Ronaldo, greindi frá því í apríl að hún sé að taka upp raunveruleikaþátt um líf sitt en þættirnir verða sýndir á Netflix.
Georgina á eina dóttur með portúgölsku stjörnunni en hann átti þrjú börn fyrir sem hún sinnir með honum. Þau búa saman í Turin á Ítalíu.
Raunveruleikaþátturinn á að sýna manneskjuna á bakvið myndirnar og stóru fyrirsagnirnar og mun sýna mikið frá hennar persónulega lífi. Þátturinn mun einnig kafa djúpt í samband hennar og Ronaldo og sýna hvernig það er að vera kærasta hans.
Georgina er í tökum á þættinum þessa dagana.