Stjarnan tók á móti ÍBV í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. ÍBV sigraði leikinn 1-2.
Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn á milli liðanna en Delaney Pridham kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 18. mínútu. Eftir markið sótti Stjarnan stíft en ÍBV fór í hálfleikinn með eins marks forystu.
Bæði lið áttu sín færi í seinni hálfleik en Delaney var aftur á ferðinni á 75. mínútu og kom ÍBV tveimur mörkum yfir. Alma Mathiesen minnkaði muninn stuttu síðar fyrir Stjörnuna. Það reyndist lokamark leiksins og ÍBV fer því áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.
ÍBV er annað liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en Þróttur tryggði sér sæti í gærkvöldi með 7-1 stórsigri á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni.
Stjarnan 1 – 2 ÍBV
0-1 Delaney Pridham (´18)
0-2 Delaney Pridham (´75)
1-2 Alma Mathiesen (´79)