Fyrirsætan Stephanie Palomares segist stunda kynlíf 6-10 sinnum á dag þegar hún er í sambandi. Stephanie, sem er 27 ára gömul, er fullviss um að þetta mikla magn af kynlífi sé leyndarmálið á bakvið útlitið hennar og að það hjálpi andlegu heilsunni einnig.
„Það er ekkert betra fyrir líkamann og sál að fá fullnægingu,“ segir hún í samtali við Jam Press en DailyStar fjallar um málið. „Kynlíf lætur mig líta út fyrir að vera ung og það lætur mér líða eins og ég sé ung. Það heldur mér í góðu formi og lætur blóðið flæða um allan líkamann, frá tánum og upp í haus. Ég er sannfærð um að kynlífið sé ástæðan fyrir því að húðin mín er í svo góðu ásigkomulagi.“
Stephanie segir að kynlífið hjálpi andlegu heilsunni. „Það heldur mér í góðu skapi og gerir mig ánægða,“ segir hún. „Stress sést alltaf á andlitinu svo það er án efa tenging þarna á milli því ég er alltaf svo slök og hef engar hrukkur.“
Hún viðurkennir þó að hafa fengið einhverja hjálp við útlitið en hún hefur eytt yfir 200 þúsund dollurum í mismunandi lýtaaðgerðir. Hún fór í sína fyrstu lýtaaðgerð þegar hún var 18 ára en síðan þá hefur hún farið í 11 aðrar lýtaaðgerðir. Hún hefur farið í aðgerðir á rassinum, brjóstunum, nefinu og á hökunni.
Klikkaðar kynlífssögur
Í viðtalinu ræðir Stephanie um kynlífið sitt. „Klikkaðasti staðurinn sem ég hef stundað kynlíf er á almenningssalerni á fínum veitingastað á hóteli,“ segir hún. „Kærastinn minn og ég vorum búin að stunda kynlíf allan daginn og þegar við komum á veitingastaðinn fengum við okkur nokkra drykki. Þá urðum við að laumast á klósettið til að fá útrás.“
Stephanie lumar á fleiri klikkuðum kynlífssögum. „Einu sinni var ég með kærastanum mínum í garðveislu hjá fjölskyldunni hans. Ég lét hann fara með mér út í bíl til að stunda kynlíf,“ segir hún. „Ég býst við því að mamma hans hafi grunað að eitthvað væri bogið því hún kom að okkur í miðjum kliðum í bílnum. Það var miklu vandræðalegra fyrir hann en mig.“
„Það virkar í báðar áttir“
Í dag er Stephanie ekki í sambandi en hún lætur það ekki koma í veg fyrir ást hennar á kynlífi. Hún ætlar ekki í fast og lokað samband fyrr en einhver biður hana um að trúlofast sér. „Mér finnst ekkert að því að deita mismunandi fólk þegar þú ert ennþá að velta því fyrir þér hvaða aðili passar þér,“ segir hún.
„Þar til ég er komin með hring á fingurinn minn horfi ég á mig sem einhleypa manneskju. Það virkar í báðar áttir, ég myndi ekki ætlast til að aðrir séu ekki að hitta aðra en mig.“