Hægri bakvörður Liverpool, Trent Alexander-Arnold er líklega á leið í sumarfrí og verður hent út úr enska landsliðshópnum samkvæmt ýmsum enskum miðlum.
Southgate valdi Trent ekki í landsliðshópinn í mars og hafa blaðamenn í Englandi haldið því fram síðan þá að hann verði ekki með liðinu á EM þrátt fyrir að vera talinn einn besti hægri bakvörður í heimi.
Southgate tilkynnti fyrst 33-manna hóp en aðeins eru 26 leikmenn leyfilegir á mótinu svo hann þarf að minnka hópinn. Þetta þýðir að sjö leikmenn verða sendir í sumarfrí á morgun.
Englendingar eru í ansi góðum málum hvað hægri bakverði varðar en Reece James (Chelsea), Kierean Trippier (Atlético Madrid) og Kyle Walker (Manchester City) auk Trent spila allir þá stöðu.
Breskir fjölmiðlar halda því einnig fram að Greenwood, Bukayo Saka, Ollie Watkins, Ben White, Ben Godfrey og Aaron Ramsdale verði sendir í sumarfrí ásamt Trent.