Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir brúnum Dacia Duster með skráningarnúmerið AFA60. Bílnum var stolið af bifreiðaverkstæði á Hverfisgötu í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Ef fólk sér bílinn í umferðinni eða veit hvar hann er niðurkominn er það beðið um að hafa tafarlaust samband við 112.