Donny van de Beek miðjumaður Manchester United ætlar að eiga samtal við Ole Gunnar Solskjær stjóra félagsins í sumar um framtíð sína.
Telegraph fjallar um málið en hollenski miðjumaðurinn er ósáttur við spilatíma sinn eftir fyrsta tímabilið.
Van de Beek gekk í raðir Manchester United síðasta haust frá Ajax fyrir 40 milljónir punda, væntingar voru gerðar til hans en Solskjær gaf honum lítið traust.
„Ég er þolinmóður maður, ég fór samt til United til að spila eins mikið og kostur væri á,“ sagi van de Beek á dögunum.
Van de Beek fékk fá tækifæri í byrjunarliði í leikjum sem skipta máli og gæti skoðað það að fara frá United í sumar ef staðan breytist ekki.