Manchester United er langt komið með samkomulag við Jadon Sancho kantmann Dortmund. Frá þessu segir Sport1 í Þýskalandi.
Samkomulag um kaup og kjör er svo gott sem í höfn en nú er að ná saman við þýska félagið.
Þýskir miðlar telja að samkomulag við Dortmund verði ekki vandamál en félagið vill um 77 milljónir punda fyrir hann í sumar.
United reyndi að kaupa Sancho fyrir ári síðan en þá heimtaði Dortmund 108 milljónir punda en það vildi United ekki borga.
Þýskir miðlar telja að Sancho vilji fara til United og er talið næsta víst að félagaskiptin gangi í gegn í sumar.