Sergio Aguero var ekki lengi að hrista af sér vonbrigðin við það að vinna ekki Meistaradeildina með Manchester City á laugardag.
Strax í gær flaug Aguero til Barcelona þar sem hann mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið.
Aguero dvaldi á hóteli í Barcelona í nótt en í morgun hófst læknisskoðun kappans. Börsungar verða uppteknir næstu daga að klára kaup og kjör við leikmenn.
Aguero er að ganga í raðir félagsins frítt frá Manchester City og sömu sögu er að segja af Eric Gracia varnarmanni frá Spáni.
Georginio Wijnaldum miðjumaður Liverpool er einnig að ganga frá sínum málum við Barcelona og kemur frítt.
⚽🇦🇷 Kun Agüero, a su salida del hotel en Barcelona: ¿Viene a fichar por el Barça?
🎙️ @DavidIbanez5 está tras la última hora del argentinohttps://t.co/F3xBB4DqKW pic.twitter.com/mdyYXWXTsI
— Deportes Cuatro (@DeportesCuatro) May 31, 2021