Þrír öflugir leikmenn Manchester City eru ósáttir í herbúðum félagsins og fleiri til mögulega ef marka má frétt The Athletic í dag.
Þar segir að ósætti sé í herbúðum félagsins og að Raheem Sterling sé einn þeirra sem vilji fara frá félaginu.
Sagt er að leikmenn félagsins séu margir á sömu skoðun og Sterling en þar má nefna Gabriel Jesus og Aymeric Laporte. Eru þessir menn sagðir íhuga það að fara í sumar.
Sterling, Jesus og Laporte voru allir í aukahlutverki þegar líða tók á tímabilið og gæti það spilað inn í ósætti þeirra
Í frétt The Athletic segir að leikmennirnir muni íhuga tilboð frá öðrum liðum í sumar og mögulega ganga það langt að fara fram á sölu.