Þróttur Vogum tók á móti Haukum í 4. umferð 2. deildar karla í dag. Leiknum lauk með öruggum 4-1 sigri Þróttara.
Dagur Ingi Hammer átti frábæran leik fyrir Þróttara í dag en hann skoraði þrennu í fyrri hálfleik og gekk þar með frá leiknum. Ruben Lozano bætti við fjórða markinu fyrir Þróttara á 45. mínútu.
Haukar misstu Tuma Guðjónsson af velli þegar um það bil klukkutími var liðinn af leiknum. Martin Soreide skoraði sárabótarmark fyrir Hauka á 73. mínútu.
Þróttur er í 3. sæti deildarinnar með 8 stig en Haukar eru í 9. sæti með 4 stig.
Þróttur V 4 – 1 Haukar
1-0 Dagur Ingi Hammer (´2)
2-0 Dagur Ingi Hammer (´25)
3-0 Dagur Ingi Hammer (´32)
4-0 Ruben Lozano (´45)
4-1 Martin Soreide (´73)
Þá fóru einnig fram tveir leikir í 3. umferð annarrar deildar kvenna í dag. Einherji tók á móti Hamar og Hamrarnir sóttu KH heim.
Íris Sverrisdóttir braut ísinn eftir 34. mínútur og bætti við öðru marki níu mínútum síðar. Það var seigla í leikmönnum Hamars sem jöfnuðu leikinn í seinni hálfleik.
Einherji er í 11. sæti með 1 stig en Hamar er í 6. sæti með 4 stig
Einherji 2 – 2 Hamar
0-1 Íris Sverrisdóttir (´34)
0-2 Íris Sverrisdóttir (´43)
1-2 Taryn Claire Siegele (´45)
2-2 Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir (´84)
KH vann öruggan sigur á Hömrunum í dag. Birta Ósk, Snæfríður Eva og Sigríður skoruðu mörk heimakvenna í dag. KH er í 4. sæti deildarinnar með 6 stig en Hamrarnir eru í 10. sæti með 3 stig.
KH 3 – 0 Hamrarnir
1-0 Birta Ósk Sigurjónsdóttir
2-0 Snæfríður Eva Eiríksdóttir
3-0 Sigríður Guðmundsdóttir