ÍBV tók í kvöld á móti Víkingi Ólafsvík í 4. umferð Lengjudeildar karla. Leiknum lauk með 2-0 sigri ÍBV.
Heimamenn komust yfir snemma leiks með marki frá Sigurði Grétari á 10. mínútu. Sito tvöfaldaði forystu ÍBV á 57. mínútu og þar við sat.
ÍBV er því komið með 6 stig í deildinni og kemst upp í 5. sæti deildarinnar. Víkingur Ó er enn án stiga í deildinni og er á botni deildarinnar.
ÍBV 2 – 0 Víkingur Ó
1-0 Sigurður Grétar Benónýsson (´10)
2-0 Sito (´57)