Hammarby er sænskur bikarmeistari þetta árið. Jón Guðni Fjóluson er á mála hjá félaginu.
Úrslitaleikurinn fór fram í Stokkhólmi í dag og léku Hacken og Hammarby til úrslita. Jón Guðni var í byrjunarliði Hammarby og lék allan leikinn.
Staðan var markalaus að loknum venjulegum leiktíma og þá tók við framlenging og loks vítaspyrnukeppni. Hammarby vann vítakeppnina 5-4. Benie Traore, leikmaður Hacken, var sá eini sem klikkaði á víti.
Oskar Sverrisson var í byrjunarliði Hacken en hann var tekinn af velli í framlenginu og inn á fyrir hann kom Valgeir Lunddal Friðriksson.