Vestri tók á móti Grindavík í 4. umferð Lengjudeildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 2-3 sigri Grindavíkur.
Sigurður Hallsson kom gestunum yfir strax á 3. mínútu úr vítaspyrnu. Hann var aftur á ferðinni á 61. mínútu þegar hann kom Grindavík í 0-2, en hann skoraði það mark einnig úr vítaspyrnu.
Diego Garcia minnkaði muninn á 69. mínútu en lenti í því óhappi nokkrum mínútum síðar að skora sjálfsmark og koma gestunum aftur tveimur mörkum yfir.
Vladimir Tufegdzic minnkaði muninn aftur fyrir Vestra á 76. mínútu en lengra náði það ekki fyrir heimamenn og Grindvíkingar tryggja sér mikilvæg þrjú stig.
Grindavík fer með sigrinum upp í 7. sæti deildarinnar með 6 stig. Vestri er í 6. sæti með jafnmörg stig.
Vestri 2 – 3 Grindavík
0-1 Sigurður Hallsson (´3)
0-2 Sigurður Hallsson (´61)
1-2 D. Garcia (´69)
1-3 D. Garcia sjálfsmark (´73)
2-3 Vladimir Tufegdzic (´76)