Pep Guardiola kom mörgum á óvart með byrjunarliðinu sem hann stillti upp í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gærkvöldi þar sem hann geymdi bæði Fernandinho og Rodri á bekknum. Manchester City tapaði leiknum 0-1.
Fyrrum miðjumaður Tottenham, Jamie O´Hara, var ansi harðorður í garð Guardiola á talkSPORT eftir leik.
„Þetta er ein versta frammistaða sem ég hef séð frá Manchester City í langan tíma,“ sagði O´Hara á talkSPORT.
„Byrjunarliðið var algjört stórslys hjá Pep Guardiola.“
„Ég trúi því ekki að hann hafi klúðrað þessu á svona stóru augnabliki…með engan miðjumann. Ef Timo Werner gæti skotið þá hefði verið 0-3 í hálfleik.“
„Ég trúði ekki að ég væri að horfa á þetta. Þetta var skömmustulegt hjá Pep Guardiola.“
„Svo sýndi hann hroka sinn með því að skipta ekki strax í hálfleik og viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. Hann beið þar til á 64. mínútu.“
„Pep ætti að fara inn í búningsklefann og biðja alla leikmenn afsökunar því hann klúðraði þessu sjálfur.“
😡 “I can’t believe Pep’s arrogance to not hold his hands up & say he got it wrong at half time.”
😤 “Pep Guardiola should apologise to every #MCFC player. He cost them the #UCLFinal !”
Jamie O’Hara slams Pep Guardiola & says he’s to blame for Man City’s loss pic.twitter.com/Ky5iPesnhV
— talkSPORT (@talkSPORT) May 29, 2021