Tekin var sú ákvörðun innan herbúða Chelsea að hætta við að spila í nýju treyjunni sem verður í notkun á næsta tímabili í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Þetta var gert vegna þess að ýmsir menn innan félagsins eru ansi hjátrúafullir.
Chelsea spilaði í úrslitaleik FA bikarsins og lokaleik tímabilsins í nýju treyjunni og þá spilaði kvennalið Chelsea í nýju treyjunni í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Félagið tapaði öllum þessum leikjum. Vegna þessa voru menn innan félagsins hræddir um að liðið myndi tapa á móti City ef félagið myndi spila í nýju treyjunum.
Chelsea vann leikinn 0-1 gegn Manchester City í gærkvöldi og er Evrópumeistari en félagið spilaði leikinn í gömlu treyjunni sem var notuð í vetur.
Í úrslitaleiknum árið 2008 þá spilaði félagið í nýju treyjunum og tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Manchester United. En árið 2012 spilaði félagið í gömlu treyjunum og unnu þann leik gegn Bayern Munchen. Þá spilaði Chelsea einnig í gömlu treyjunni þegar Chelsea sigraði Arsenal í Evrópudeildinni árið 2019.
Það borgar sig greinilega fyrir Chelsea að vera ekki að skipta og sýna nýju treyjuna í úrslitaleik.