Georgina Rodriguez, kærasta knattspyrnukappans Cristiano Ronaldo, staðfesti við blaðamenn í gær að Ronaldo verður áfram hjá Juventus.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Cristiano Ronaldo en leikmaðurinn á eitt ár eftir af samningi sínum við Juventus. Ronaldo hefur meðal annars verið orðaður við endurkomu til Manchester United en einnig hafa verið orðrómar um það að hann sé á leiðinni í stjörnum prýtt lið PSG.
Georgina var á vappinu á Spáni, en hún er nú að taka upp raunveruleikaþátt sem sýndur verður á Netflix, þegar blaðamaður spurði hana hvort að Ronaldo ætlaði sér að vera áfram hjá Juventus á næsta tímabili.
Hún tók sér smá tíma í að svara en sneri sér svo við og svaraði:
„Hann verður áfram.“