fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Eyjan

Deilt um launakjör Play – Sakar forseta ASÍ um að slá ryki í augu fólks – Grunnlaun allt annað en raunveruleg laun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 30. maí 2021 10:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um deilu ASÍ og flugfélagsins PLAY í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þeir Kristján Þórður Snæbjarnarson, varaforseti ASÍ, Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, og Kristján Kristjánsson þáttarstjórnandinn fóru yfir þessi mál.

Kristján sagði mikilvægt að fyrirtæki færu eftir þeim reglum sem gilda á íslenskum vinnumarkaði. Þeir kjarasamningar sem Play hafi gert við óljóst stéttarfélag uppfylli ekki þau skilyrði sem kjarasamningar eigi að uppfylla á Íslandi. Einhver hópur hafi samið einhliða við fyrirtækið. Kristján viðurkenndi þó aðspurður að stéttarfélagið sem samdi við Play sé til, það sé í fyrirtækjaskrá, en engum sögum fer af atkvæðagreiðslu félagsmanna um samninginn.

Stefán Einar Stefánsson sakaði Drífu Snædal, forseta ASÍ, um að slá vísvitandi ryki í augu fólks með þeim tölum sem hún hefur nefnt um lágmarkslaun flugfreyja og flugþjóna hjá PLAY. Mjög lágar grunnlaunatölur hafa verið nefndar, allt niður í 266 þúsund krónur á mánuði. Stefán tiltók hins vegar dæmi frá Icelandair sem sýni að grunnlaun segi lítið um kjör þessara stétta. Þannig hafi flugfreyja hjá Icelandair sem var með 299 þúsund krónur á mánuði reynst vera með um 800 þúsund krónur í heildarmánaðarlaun.

Kristján benti á að hluti aukagreiðslna væri fyrir útlagðan kostnað, aðallega ferðakostnað, og vafasamt væri að telja slíkar greiðslur til launa.

Stefán bendir á að forsvarsmenn PLAY hafi gefið út að meðallaun flugþjóna og flugfreyja verði um 500.000 á mánuði þegar allt er talið. Það séu ekki há laun en ástandið í flugheiminum núna, þar sem flest flugfélög séu lömuð, sé með þeim hætti að það hljóti að hafa áhrif á launakjör og betra verði að sækja kjarabætur síðar þegar ástandið batnar á ný með auknum ferðamannastraumi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka

Orðið á götunni: Dýr myndi Jón Gunnarsson allur – kvalræði Sjálfstæðisflokksins ætlar engan enda að taka
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“

Aumkunarvert að reyna að draga frambjóðendur með sér í skítinn – „Súrrealismi í boði Sjálfstæðisflokksins“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun

Sjálfstæðisflokkurinn nær nýjum lægðum í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni