Ísland tapaði 2-1 í æfingaleik gegn Mexíkó sem fram fór í Dallas í Bandaríkjunum í nótt. Marga af bestu leikmönnum Íslands vantaði í verkefnið.
Ísland komst yfir í fyrri hálfleik þegar Birkir Már Sævarsson lék á varnarmenn Mexíkó og hamraði boltanum í átt að marki. Ekki er öruggt að Birkir fái markið skráð á sig enda virtist boltinn á leið framhjá þegar hann fór í varnarmann.
Ísland var mikið mun betra í fyrri hálfleik en gaf verulega eftir í þeim síðari þar sem Hirving Lozano skoraði tvö fyrir Mexíkó.
Tap staðreynd en frammistaðan stóran hluta leiksins virkilega góð. Einkunnir eru hér að neðan
Rúnar Alex Rúnarsson 4
Öruggur í sínum aðgerðum fram að öðru markinu, furðulegt úthlaup kostaði.
Birkir Már Sævarsson 6
Skoraði hann eða skoraði hann ekki? Birkir fagnaði alla vegana markinu eftir að hafa gert hlutina vel
Hjörtur Hermannsson 7
Var leiðtoginn í varnarlínunni og gerði vel, gæti verið lausn í hjartanu til næstu ára.
Brynjar Ingi Bjarnason 5
Virkaði öruggur í öllum sínum aðgerðum í sínum fyrsta landsleik en gerði sig sekan um mistök í fyrra marki Mexíkó.
Hörður Ingi Gunnarsson 4
Var í stökustu vandræðum allan leikinn, fann engan takt og lét oft fara mjög illa með sig.
Þórir Jóhann Helgason 5
Vinnusamur en lítið í boltanum.
Aron Einar Gunnarsson (F) (´59) 8
Var gjörsamlega frábær, yfirgaf völlinn svo meiddur.
Birkir Bjarnason 6
Fínir sprettir hjá Birkir framan af leik.
Ísak Bergmann Jóhannesson 7
Frábær fyrsti leikur í byrjunarliði, með takta í fyrri hálfleik og var einnig virkilega öflugur í pressu og varnarleik.
Jón Daði Böðvarsson (´73) 5
Gerði ágætis hluti sem kantmaður.
Kolbeinn Sigþórsso (´73) 7
Virkar í sínu besta formi í fimm ár, sjáum við gamla góða Kolbein innan tíðar?
Varamenn:
Andri Fannar Baldursson (´59) 5