Chelsea er Evrópumeistari eftir sigur á Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gær. Kai Havertz var hetja liðsins.
Raheem Sterling fékk fyrsta færi leiksins á 8. mínútu þegar Ederson átti langa sendingu inn fyrir vörn Chelsea en Reece James tókst að verjast honum. Stuttu síðar átti Mason Mount fyrirgjöf á Timo Werner hinum megin en sá síðarnefndi hitti ekki boltann úr fínu færi. Werner fékk aftur gott færi nokkrum mínútum síðar en skaut beint á Ederson í markinu.
Leikurinn róaðist aðeins eftir þetta. Um miðjan fyrri háfleikinn slapp Phil Foden þó í gegn en Antonio Rudiger gerði frábærlega í að koma sér fyrir hann. Á 42. mínútu skoraði Kai Havertz fyrir Chelsea. Hann fékk þá frábæra sendingu inn fyrir vörn City frá Mason Mount, náði mikilvægri snertingu á boltann til þess að komast framhjá Ederson og skoraði í autt markið. 1-0 var staðan í hálfleik. Reyndist það eina mark leiksins.
Havertz var spurður í verðmiða sinn eftir leik, Chelsea borgaði rúma 15 milljarða fyrir hann síðasta sumar þegar hann kom f´ra Leverkusen í Þýskalandi. Havertz byrjaði tímabilið illa en hefur fundið sitt besta form.
„Mér gæti ekki verið meira fucking sama, við unnum fucking Meistaradeildina,“ sagði Havertz eins og sjá má hér að neðan.
Kai Havertz be like fuck the price tag, iWon the Champions league. 💫💙
pic.twitter.com/EE6rp8U0Nb— Zahir 🌍🦍 (@TheOnlyQuam) May 29, 2021