Tveir leikmenn FH eru í byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Mexíkó klukkan 01:00 í Dallas í Texas, um er að ræða vinnáttulandsleik.
Íslands mætir til lið með laskað lið en aðeins Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason eru í liðinu af þeim sem eiga iðulega fast sæti í byrjunarliði Íslands.
Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson byrja í framlínu Íslands en þeir byrjuðu alla leiki saman þar á EM árið 2016.
Fjórir leikmenn í byrjunarliðinu eru úr efstu deild karla á Íslandi en þrír af þeim, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru að spila sína fyrstu leiki í byrjunarliði.
Ísak Bergmann Jóhannesson er einnig að byrja sinn fyrsta A-landsleik.
Byrjunarliðið:
Rúnar Alex Rúnarsson
Birkir Már Sævarsson
Hjörtur Hermannsson
Brynjar Ingi Bjarnason
Hörður Ingi Gunnarsson
Þórir Jóhann Helgason
Aron Einar Gunnarsson (F)
Birkir Bjarnason
Ísak Bergmann Jóhannesson
Jón Daði Böðvarsson
Kolbeinn Sigþórsson