UPPFÆRT: Bíllinn er fundinn
Kona sem skildi bílinn sinn eftir í gangi í fimm mínútur fyrir utan Háteigsbúðina á laugardagskvöld hefði betur drepið á bílnum og tekið með sér lykilinn. Maður settist inn í bílinn og ók burt.
„Hann keyrir burt þegar ég opna dyrnar og brunaði upp Háteigsveginn. Hafið augun opin fyrir dökkbrúnum Ford Escape nr. EI 845,“ segir konan í tilkynningu.
Þar sem helgi er og sími þjónustuvers Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ekki opinn er best fyrir þá sem kynnu að verða varir við bílinn að senda skilaboð á Faceook-síðu lögreglunnar.
Maðurinn sést ógreinilega á myndum hér og er óþekkjanlegur. Því er vart hægt að byggja á þeim fyrir mögulega sjónarvotta.
Er DV hafði síðast samband við konuna laust fyrir kl. 23 í kvöld hafði enn ekkert frést af bílnum.