Nýtt myndefni úr leikmannagöngunum í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á miðvikudag sýnir að Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var mjög pirraður með frammistöðu dómara leiksins í hálfleik.
Hann kvartaði undan því að dómararnir hafi tekið of langa ákvörðun til þess að skoða atvik í myndbandsdómgæslu og einnig að Juan Foyth, leikmaður Villarreal hafi komist upp með að tefja mikið.
Eins og frægt er orðið tapaði Man Utd úrslitaleiknum gegn Villarreal eftir lengstu vítaspyrnukeppni í sögu Evrópukeppna, 11-10.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Fernandes skammar dómara leiksins í leikmannagöngunum. Þar má einnig sjá þegar Fred segir honum að hætta og koma inn í klefa.