Sergio Aguero spilaði síðasta leik sinn fyrir Manchester City er liðið tapaði úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Chelsea í kvöld.
Kai Havertz skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks eftir frábæra sendingu Mason Mount.
Það varð ljóst snemma í vor að Aguero færi frá Man City eftir tímabilið. Hann er líklega á leið til Barcelona.
Honum tókst að vinna allt með félaginu nema Meistaradeildina. Hann hefði getað breytt því í kvöld en mistókst því að enda farsælan feril sinn hjá Man City á fullkominn hátt.
Aguero gat ekki hamið tilfinningar sínar vegna vonbrigða eftir leik og brast í grát. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
A terrible ending for a Premier League legend.
Thanks for everything, Sergio Aguero 🙌#UCLfinal pic.twitter.com/Y7QuCnvzQE
— Football on BT Sport (@btsportfootball) May 29, 2021