Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, þurfti að fara meiddur af velli eftir um klukkutíma leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Chelsea sem nú stendur yfir.
De Bruyne lenti í samstuði við Antonio Rudiger í leiknum sem varð til þess að hann fékk þungt högg á augað.
Skiljanlega var þessi frábæri knattspyrnumaður niðurbrotinn yfir því að þurfa að fara af velli í einum stærsta leik á ferli sínum. Þá sérstaklega vegna þess að Chelsea leiðir leikinn 1-0.
Þegar þetta er skrifað eru um 20 mínútur eftir af leiknum.
Hér fyrir neðan má sjá myndir af því þegar De Bruyne fór af velli í sárum.