Brentford hefur eytt minnst allra liða í Championship-deildinni yfir síðustu fimm tímabil. Þá hafa þeir skilað ótrúlegum hagnaði. Þrátt fyrir það tryggði liðið sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Ivan Toney kom Brentford yfir í dag gegn Swansea í umspilsleik um það að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Markið skoraði hann á 10. mínútu úr vítaspyrnu. Emiliano Marcondes tvöfaldaði forystu þeirra tíu mínútum síðar eftir glæsilegan undirbúning Mads Roerslev. Lokatölur urðu 2-0.
Viðskiptamódel félagsins er ansi öflugt. Sem fyrr segir hafa þeir eytt minnst allra liða í Championship-deildinni yfir síðustu fimm tímabil ef tekið er inn í myndina hversu mikið þeir hafa fengið inn á móti. Hagnaður þeirra á þessum tíma nemur á 94 milljónum punda. Þeir hafa verið duglegir við að kaupa ódýrt og selja dýrt síðustu ár.
Over the last 5 seasons, Brentford have the lowest net spend in the Championship. They have made a whopping +£94million profit from their transfer business.
Despite that, they have just been promoted to the Premier League. What a phenomenally well run football club. 👏🏻 pic.twitter.com/W1qsjdWiao
— 101 Great Goals (@101greatgoals) May 29, 2021