fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Yfir hundrað manns kvartað yfir Lineker vegna hegðunar hans á bikarúrslitaleiknum

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 29. maí 2021 15:30

Gary Lineker

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi kvartana hefur komið á borð BBC vegna framgöngu Gary Lineker í beinni útsendingu sem hann leiddi í kringum úrslitaleik enska bikarsins á milli Leicester og Chelsea á dögunum. Kvartanirnar eru vegna hlutdrægni hans í garð Leicester.

Lineker hefur verið stuðningsmaður Leicester síðan í barnæsku. Hann fagnaði vel og innilega og átti greinilega erfitt með að halda aftur af tárunum í leikslok þegar ljóst var að Leicester væri bikarmeistari.

Þetta fór ekki vel í alla og hafa alls 124 formlegar kvartanir borist til BBC. 

,,Einstakt fyrir alla stuðningsmenn Leicester sem eru að horfa. Biðin hefur verið löng. Þetta er það sem þeir vildu. Þeir unnu auðvitað úrvalsdeildina fyrir nokkrum árum, það var stærsta kraftaverk allra tíma,“ var á meðal þess sem Lineker sagði í útsendingunni.

Hann varð svo enn tilfinningaríkari og ræddi Pabba sinn, sem er fallinn frá. Hann sagðist vonast eftir því að hann væri að horfa einhvers staðar.

,,Ég var hér fyrir 52 árum, ekki á þessum velli reyndar. Þá leið mér öðruvísi og ég hélt að mér myndi líða hræðilega aftur en VAR bjargaði deginum fyrir Leicester,“ sagði Lineker einnig. Útlit var fyrir að Chelsea hefði jafnað í lok leiks en var markið dæmt af vegna rangstöðu með hjálp VAR.

Hann hélt svo uppteknum hætti á Twitter eftir leik. ,,Ég elska fjandans VAR,“ skrifaði hann þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild

Goðsögnin harðlega gagnrýnd fyrir þessa ákvörðun – Undarleg skipting í tapi gegn liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“

Guardiola segir að veðrið hafi hjálpað ákvörðun Haaland – ,,Töluvert betra“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar

Sjáðu listaverkið sem hann gerði á rúðu bíl eiginkonunnar