Tveir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Íslendingar komu við sögu í þeim báðum.
Glódís burstaði Hallberu
Hallbera Guðný Gísladóttir var með fyrirliðabandið hjá AIK sem tapaði 0-7 fyrir Rosengard. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tímann í vörninni hjá sigurliðinu.
Rosengard er langefst í deildinni með fullt hús stiga eftir sjö leiki. AIK er í níunda sæti með 9 stig.
Sveindís sneri aftur úr meiðslum en lið hennar tapaði
Hammarby vann Kristiansdad 3-1. Sif Atladóttir lék allan leikinn fyrir Kristiansdad og Sveindís Jane Jónsdóttir kom inn á sem varamaður. Hún lék í tæpan hálftíma. Hún hefur verið meidd í um mánuð og því jákvætt að fá hana aftur á völlin.
Kristiansdad er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig.