Samkvæmt Daily Mail hefur Arsenal áhuga á Raheem Sterling og Riyad Mahrez, leikmönnum Manchester City. Síðarnefnda liðið gæti verið opið fyrir því að selja þá í sumar til þess að búa til fjármagn fyrir nýja leikmenn.
Arsenal endaði í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili og missti af Evrópusæti. Þeir þurfa að án efa að styrkja liðið sitt töluvert í sumar, ætli þeir sér að koma sér aftur í baráttuna ofar í töflunni.
Frétt Daily Mail segir að Manchester City hafi áhuga á Jack Grealish, leikmanni Aston Villa, og séu því reiðubúnir til þess að selja leikmenn í staðinn. Bæði Mahrez og Sterling spila reglulega undir stjórn Pep Guardiola hjá City og því koma þessir orðrómar nokkur á óvart.
Grealish er metinn á um 100 milljónir punda. Þá hefur City einnig áhuga á Harry Kane. Sá verður ekki heldur ódýr.