fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Hélt að trampólíninu hefði verið stolið og vandaði um fyrir þjófinum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. maí 2021 12:00

Mynd: Skjáskot af Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hvassviðri var á höfuðborgarsvæðinu í gær og þurftu lögregla og björgunarsveitir að glíma við fjúkandi lausamuni. Voru björgunarsveitir við þessi störf til kl. 23 í gærkvöld. Ýmsir hlutir af byggingarsvæðum fuku og meðal annara muna sem fóru á flug í veðrinu voru trampólín og hjólhýsi. Kemur þetta fram í dagbók lögreglu.

Húsmóðir við Grýtubakka virtist ekki átta sig á mætti veðursins því hún hélt að trampólíni sonar hennar hefði verið stolið þegar það var ekki lengur sjáanlegt á lóðinni. Hún skrifaði eftirfarandi skilaboð á Facebook: „Í dag var trampólíni stolið. Það væri gott ef því yrði skilað. Það er ekki fallegt að stela eigum fjögurra ára barns.“

Konan birti tilkynningu um þetta í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook en ekki löngu síðar birtist önnur tilkynning með mynd af sama trampólíni:

„Trampólín fyrir utan Dvergabakka. Veit einhver hvaðan það kemur?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur