Real Madrid hefur áhuga á því að fá miðjumanninn N’Golo Kante frá Chelsea í sumar. Spænska blaðið Don Balon greinir frá.
Kante hefur verið frábær frá því hann kom til Englands árið 2015, fyrst hjá Leicester og svo hjá Chelsea. Hann hefur gert sig gildandi sem einn af bestu miðjumönnum heims.
Florentino Perez, forseti Real Madrid, er sagður vera reiðubúinn til þess að bjóða Chelsea 60 milljónir punda fyrir Kante í sumar.
Leikmaðurinn var til að mynda frábær fyrir Chelsea í einvíginu gegn Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.
Kante verður í eldlínunni með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Manchester City í kvöld. Þar getur hann bætt þeim titli við safnið sitt. Hann hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn og sjálfan heimsmeistaratitilinn með Frökkum á ferli sínum.