Rúrik Gíslason og dansfélagi hans, Renata Lusin, báru sigur úr býtum í danskeppninni ,,Let’s Dance“ í Þýskalandi í gærkvöldi.
Þau þurftu að framkvæma þrjá dansa í úrslitunum. Rúrik var vinsælastur fyrir freestyle-dans sinn. Þar dansaði hann í gervi þrumuguðsins Þórs. Einnig dansaði parið jive og tangó.
Rúrik og Renata fengu 89 stig af 90 mögulegum frá dómefndinni í gær. Þá fengu þau langflest atkvæði á meðal almennings fyrir freestyle-dansinn.
Rúrik lagði knattspyrnuskóna á hilluna í vetur og fór í kjölfarið að einbeita sér að öðru, eins og dansinum. Hann hefur svo sannarlega slegið í gegn þar.
Bæði má sjá framkomu Rúriks í gervi Þórs sem og stundina þegar úrslitin voru tilkynnt hér fyrir neðan.
Rurik in der Rolle seines Lebens. #letsdance pic.twitter.com/0wGEKZQgrh
— Der Typ ohne Namen (@lxstchaos) May 28, 2021