fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Kemur Ronaldo öllum á óvart með félagaskiptum innan Ítalíu?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 28. maí 2021 22:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ítalska fjölmiðlinum La Stampa hefur Jose Mourinho, nýr stjóri AS Roma, hringt í Cristiano Ronaldo til þess að taka á honum stöðuna og ræða hugsanleg skipti leikmannsins frá Juventus í sumar.

Samningur Ronaldo við Juve rennur út eftir næstu leiktíð og hefur framtíð hans mikið verið í umræðunni. Hann var bekkjaður í lokaleik Serie A á dögunum er lið hans tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir næstu leiktíð. Því hefur verið velt upp hvort að það gefi einhver fyrirheit um hugsanlega brottför leikmannsins.

Ronaldo hefur verið orðaður við sín fyrrum félög, Manchester United og Real Madrid, ásamt Paris Saint-Germain.

Roma gæti hins vegar gert honum kleyft að halda þeim skattafríðindum sem leikmaðurinn hefur nú þegar sem erlendur leikmaður á Ítalíu. Aftur á móti er leikmaðurinn með 27 milljónir punda í árslaun og gæti það sett stórt strik í reikninginn fyrir Roma.

Það er erfitt að ímynda sér að Ronaldo taki slaginn með Roma, sem mun leika í Sambandsdeild UEFA á næstu leiktíð. Hann vann þó með Mourinho hjá Real Madrid á árunum 2010 til 2013. Það er spurning hvort að það hafi haft einhver áhrif að stjórinn hafi tekið upp tólið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega

Áhugi Manchester United hefur minnkað verulega
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma

England: Nunez kláraði Brentford með tveimur mörkum í uppbótartíma
433Sport
Í gær

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“

Borguðu margar milljónir fyrir það að stunda kynlíf á óvenjulegum stað: Var í vinnunni og mátti ekki koma inn – ,,Myndi gera það sama“
433Sport
Í gær

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga

Ummæli Guardiola gætu hafa kostað Manchester City peninga