Landsréttur þyngdi í dag þriggja mánaða dóm yfir Kristjáni Sívarssyni í 12 mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ekki komið barnsmóður sinni undir læknishendur er hún veiktist lífshættulega og lést úr bilun á miðtaugakerfi vegna kókaíneitrunar.
DV sagði frá því þegar ákæra var gefin út vegna málsins.
Kristján hafði nýverið verið veitt reynslulausn á eftirstöðvum 570 daga fangelsisrefsingar þegar hann var staddur með konunni þar sem hún neytti kókaíns. Maðurinn bar því við að hann hefði hringt í móður sína og beðið hana um að hringja eftir sjúkralið. Að hann hafi ekki hringt sjálfur í sjúkralið er í dómnum sagt kunna að hafa bjargað lífi konunnar.
Þegar fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang var maðurinn á staðnum en flúði síðar af vettvangi. Gefin var út skipun til allra lögreglumanna að leita að Kristjáni vegna málsins, sem fannst svo daginn eftir. Gaf Kristján þá skýringu að hann hafi „panikkað,“ enda á skilorði, og flúið.
Þrátt fyrir umfangsmiklar endurlífgunartilraunir á vettvangi lést konan þarna um kvöldið. Hún átti fjögur börn, þar af þrjú með Kristjáni.