Manchester United er í viðræðum við umboðsmann Jadon Sancho um að reyna að klára samning við hann á næstu vikum. Sky Sports segir frá.
Sky Sports segir að United sé líklegasti áfangastaður Sancho en hann hefur náð samkomulagi við Dortmund um að fara í sumar.
Dortmund vildi 108 milljónir punda fyrir Sancho fyrir ári síðan þegar United reyndi að kaupa hann, verðmiðinn í dag eru 80 milljónir punda.
Sancho er öflugur enskur kantmaður sem áður var í herbúðum Manchester City, hann hefur blómstrað hjá Dortmund og vill halda heim til Englands.
Dortmund er að skoða kosti til að fylla skarð Sancho en félagið á ekki von á öðru en að hann fari. Sky segir að ekkert vandamál verði fyrir United að semja um kaup og kjör við Sancho, það hafi í raun verið gert fyrir ári síðan.