Arkitekt í Portúgal hótar því að fara í mál við Cristiano Ronaldo eftir að hann gerði breytingar á lúxus íbúð sinni í Lisbon í Portúgal.
Ronaldo keypti sér blokkaríbúð í Lisbon á 1,1 milljarð, Jose Mateus arkitekt hannaði húsið en Ronaldo keypti sér íbúð sem er á efstu hæð.
Á þaksvölum sínum lét Ronaldo byggja lítinn glerskála sem arkitektinn er allt annað en sáttur með hann, hann vill láta rífa skálann. Ef ekki verður að því ætlar hann í mál við Ronaldo.
Arkitektinn segir að Ronaldo hafi skorað sjálfsmark með þessu og að þetta væri óvirðing við hönnun hans á húsinu.
„Virðing mín fyrir Ronaldo sem var mikil fyrir er enginn í dag,“ sagði Mateus um málið. Ronaldo á fjölda eigna í Portúgal sem hann notar þegar hann er í heimalandinu.