Jóhann Hauksson, fyrrverandi blaðamaður og upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, var kjörinn formaður Íslandsdeildar Transparency International á aðalfundi félagsins í gær. Jóna Þórey Pétursdóttir, lögfræðingur og meistaranemi í mannréttindalögfræði við Edinborgarháskóla, var kjörin varaformaður.
Íslandsdeild Transparency International er hluti af alþjóðasamtökum sem vinna að því að minnka spillingu í þjóðfélaginu, einkum á sviði stjórnmála og viðskipta.
Aðrir fulltrúar í nýrri stjórn félagsins eru Edda Kristjánsdóttir mannréttindalögfræðingur, Geir Guðmundsson, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Halldór Zoega, verkfræðingur og deildarstjóri mannvirkjadeildar á Mannvirkja- og leiðsögusviði Samgöngustofu, Þorbjörg Alda Marinósdóttir, atvinnurekandi og fyrrum ritstjóri DV, og Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis.