fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Óvænt tíðindi berast frá Dallas – Ragnar dregur sig úr landsliðinu af persónulegum ástæðum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 23:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Sigurðsson hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina þrjá sem liðið leikur á næstu dögum.

„Ragnar Sigurðsson verður ekki með landsliðinu í komandi vináttuleikjum, af persónulegum ástæðum, og hefur hann þegar yfirgefið hópinn. Ekki verður kallað á annan leikmann í hópinn fyrir leikinn við Mexíkó, en ákvörðun varðandi leikina við Færeyjar og Pólland verður tekin síðar,“ segir á Twitter síðu KSÍ.

Ragnar er án félags en hann rifti samningi sínum í Úkraínu í mars og hefur ekki spilað fótbolta síðan þá.

Fyrr í kvöld hafði Arnar Þór Viðarsson þjálfari liðsins sagt á fréttamannafundi að Ragnar hafi litið vel út á æfingu í Dallas og að planið væri að láta hann æfa meira en aðra síðar í kvöld.

Nú hefur Ragnar hins vegar yfirgefið hópinn en hann hefur verið einn besti leikmaður íslenska landsliðsins síðustu ár.

Fjöldi öflugra leikmanna leikur ekki með liðinu gegn Mexíkó um helgina í Dallas en Gylfi Þór Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Hannes Þór Halldórsson, Alfreð Finnbogason og Kári Árnason eru þar á meðal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum
433Sport
Í gær

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina