fbpx
Sunnudagur 02.mars 2025
433Sport

Bjarki Steinn og Óttar Magnús upp í efstu deild á Ítalíu

Helga Jónsdóttir
Fimmtudaginn 27. maí 2021 21:58

Leikmenn Venezia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venezia er komið upp í efstu deild á Ítalíu eftir seinni leikinn í umspilinu gegn Cittadella. Leikurinn í kvöld endaði með 1-1 jafntefli liðanna, en fyrri leikurinn fór 1-0 fyrir Venezia.

Cittadella komst yfir á 26. mínútu með marki frá Federico Proia eftir stoðsendingu frá Manuel Iori.

Tíu mínútum síðar dró aftur til tíðinda þegar Pasquale Mazzocchi fékk tvö gul spjöld á sömu mínútunni og þar með rautt spjald. Aftur dró til tíðinda á 70. mínútu þegar Mattia Aramu, sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, fékk beint rautt spjald og Venezia þá í vondum málum, tveimur færri.

Allt benti til framlengingar en í lok uppbótartíma jafnaði Ricardo Bocalon metin og tryggði Venezia þar með sæti í Seria A með ótrúlegum hætti.

Tveir Íslendingar eru í herbúðum Venezia, Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkarson. Bjarki Steinn spilaði um tíu mínútur í fyrri leik liðanna en sat allan tímann á varamannabekknum í kvöld. Óttar Magnús spilaði síðast leik 2. apríl en hann er að glíma við meiðsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafnkell lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni fyrir norðan – „Það er eiginlega sjokkerandi“

Hrafnkell lýsir yfir þungum áhyggjum yfir stöðunni fyrir norðan – „Það er eiginlega sjokkerandi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk ekkert símtal frá Mourinho eftir komu til landsins

Fékk ekkert símtal frá Mourinho eftir komu til landsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Byrjar með sinn eigin hlaðvarpsþátt – Sprengja strax í fyrsta þætti

Byrjar með sinn eigin hlaðvarpsþátt – Sprengja strax í fyrsta þætti
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“

Moldríki Íslandsvinurinn búinn að reka allt að 300 manns: Skrifar opinbert bréf eftir brottreksturinn – ,,Hefur áhrif á alvöru fólk með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Cunha skoraði og fékk rautt er Wolves datt úr leik

Cunha skoraði og fékk rautt er Wolves datt úr leik
433Sport
Í gær

Rifjar upp afdrífaríka ákvörðun í stjórnartíð Páls í Vesturbænum – „Ætla ekkert endilega að segja að það hafi verið rétt ákvörðun“

Rifjar upp afdrífaríka ákvörðun í stjórnartíð Páls í Vesturbænum – „Ætla ekkert endilega að segja að það hafi verið rétt ákvörðun“
433Sport
Í gær

Segir að hegðun Ronaldo hafi verið til skammar – ,,Vandræðalegt að fylgjast með þessu“

Segir að hegðun Ronaldo hafi verið til skammar – ,,Vandræðalegt að fylgjast með þessu“