Selfoss tók á móti Fylki á JÁVERK-vellinum í 5. umferð Pepsi-Max deildar kvenna í kvöld. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli.
Lítið var um dauðafæri í leiknum og spiluðu bæði lið nokkuð varfærnislega. Hart var barist um allan völl og fékk Guðný Geirsdóttir, markmaður Selfyssinga, að líta rautt spjald á 38. mínútu. Fylkisstelpur voru því fleiri meirihluta leiksins en náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.
Selfoss er enn á toppi deildarinnar með 13 stig, en þetta eru fyrstu stigin sem Selfoss tapar á tímabilinu. Fylkir er í botnsæti deildarinnar með 2 stig.
Selfoss 0 – 0 Fylkir