Antonio Conte sagði upp störfum hjá Inter í gær og mun Inzaghi taka við liðinu samkvæmt frétt Goal.
Simone Inzaghi, sem hefur verið þjálfari Lazio frá 2016, sagði upp hjá Lazio á dögunum og hefur félagið staðfest brottför hans.
„Við berum virðingu fyrir þessari ákvörðun stjórans, hann hefur verið tengdur Lazio fjölskyldunni í mörg ár,“ sagði í yfirlýsingu félagsins á vefsíðu þeirra.
Fabrizio Romano staðfesti þessar fréttir á Twitter en hann er ansi áreiðanlegur heimildarmaður.
Simone Inzaghi to Inter, done and completed. He’s going to be the new manager to replace Antonio Conte, contract set to be signed in the next hours. Here we go confirmed. ⚫️🔵🤝 #Inter
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 27, 2021