fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ásmundur minnist Patreks sem lést af slysförum aðeins 15 ára – Einstakur karakter sem bjargaði lífi þingmannsins fyrir skömmu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrekur Jóhann Kjartansson Eberl lést af slysförum þann 12. maí síðastliðinn, aðeins 15 ára að aldri. Patrekur var frá Selfossi. Hann var afar bráðþroska unglingur og var þegar farinn að starfa ötullega að búskap.

Sterk vinátta myndaðist með Patreki og Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins. Ásmundur minnist þessa unga vinar síns í grein sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag og gaf DV góðfúslega leyfi til að endurbirta. Í grein sinni dregur Ásmundur upp lifandi mynd af þessum bráðgera dugnaðarforki sem Patrekur var:

„Þétt og sterkt handtakið var fyrsta snerting okkar Patreks Jóhanns sem horfði beint í augun á þeim sem hann heilsaði. Það gera alvöru menn og það var ekki eins og hann væri nýlega orðinn 14 ára gamall. Þessar hendur voru þegar orðnar þroskaðar af vinnu og höfðu gert sitthvað annað en að strjúka skólabækurnar og tölvuborð á stuttri ævi. Ég held að þarna hafi hann löngu verið orðinn bóndinn sem hann ætlaði að verða og flest sem 14 ára unglingar sýsla við löngu farið að þvælast fyrir honum að verða fullorðinn. Skólabækur og skólinn var ekki framtíðin hans. Sterkar hendurnar og sorgarrendur undir nöglum báru vitni um að vinnudagurinn var lengri en skóladagurinn. Hann átti hænur og endur, kindur og hesta sem hann hugsaði um. Gerði út á eggjasölu og stundaði hestamennsku sem listgrein. Hann var í allskonar rekstri og stímabraki og sást oft á Yamaha hjóli sem hann ferðaðist á og átti sínar einkastundir. Allt sem hann gerði og sagði var ekki eins og hann væri 14.“

Patrekur bjargaði lífi Ásmundar

Ásmundur deilir með lesendum atviki þegar Patrekur bjargaði lífi þingmannsins með snarræði sínu. Hann lýsir því jafnframt hvað það sé undarlegt að hann sé að kveðja þennan lífgjafa sinn hinstu kveðju:

„Patrekur var fenginn til að aðstoða mig við að mála fjárhúsin í Árbæjarhjáleigu. Það kom sér vel þegar þingmaðurinn, vinur hans steig niður úr plastbáru og var næstum hrapaður niður 8 metra í hlöðuna. En samstarfsmaðurinn var snöggur til og sterkar hendurnar hjálpuðu vini hans að komast upp úr „þingmannsgatinu“. Þarna munaði litlu að þingmaðurinn endaði líf sitt en snarræði kom í veg fyrir það. En það er súrrealíst að ég sé nú að fylgja lífgjafanum til hinstu hvílu.“

Dugnaðarforkurinn ungi vílaði ekki fyrir sér að hefja vinnudaginn í málningarvinnu kl. 6 að morgni og hann hafði afar ákveðnar skoðanir eins og kemur fram í lifandi og skemmtilegri mannlýsingu Ásmundar:

„Kynni mín af Patreki voru upplifun og ég sá svo margt í fari hans sem minnti mig á sjálfan mig í sveitinni. Í málningarvinnunni sagði hann mér að hann hefði bara gaman af því að þingmaðurinn sækti hann til vinnu fyrir 6 á morgnanna. Ég hafði meira gaman af því en hann því sögurnar sem hann sagði mér voru svo skemmtilegar og ís-rúntarnir á Hellu voru menningarferðirnar okkar. Patrekur var mikill sjálfstæðismaður sem hafði sterkar skoðanir og hann hraunaði óspart yfir allt aumingjaliðið í samfélaginu. Honum fannst sá hópur of stór og gerði lítið annað en að naga blýanta, strjúka lyklaborð og leggja lítið til samfélagsins. Að auki skyldi það lið ekkert í því hvernig fólkið í sveitinni ætti að lifa af samkeppni við innfluttar landbúnaðarvörur. Hann var alvöru fullveldissinni og neitaði að drekka kók því þeir hefðu flutt inn vatna til að framleiða drykkinn úr. Þannig var barn náttúrunnar stefnufastur einstaklingur sem kenndi þingmanninum hvenær ungi haninn mundi sýna hænunum áhuga og hvernig hann aleinn vakti yfir ánum í sauðburðinum. Hann tók á mói nýfæddum lömbunum og hjálpaði þeim fyrstu skrefin í nýju lífi. Patrekur Jóhann skildi gang lífsins langt á undan flestum jafnöldrum sínum og kunni tökin á sjálfbæru lífi náttúrunnar.“

DV sendir öllum ættingjum og vinum Patreks Jóhanns Kjartanssonar innilegar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu