fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
433Sport

Hjörtur á bleiku skýi eftir frábæran árangur í Danmörku – „Mikil orka og púður í að klára þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 27. maí 2021 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörtur Hermannsson er á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa orðið danskur meistari með Bröndby á dögunum. Hjörtur er samningslaus og skoðar sína kosti en útilokar ekki að vera áfram hjá Bröndby.

Hjörtur hefur átt frábæru gengi að fagna síðustu vikur innan vallar og utan vallar líka, hann greindi frá því í vikunni að hann ætti von á sínu fyrsta barni.

„Þetta var frábært að klára þennan titil, þetta er tilfinning sem maður getur vanist. Sérstaklega að klára þetta með klúbb eins og Bröndby sem hefur lengi beðið eftir þessu, það er svakalega sætt,“ sagði Hjörtur á fréttamannafundi landsliðsins í kvöld. Liðið er í Dallas og mætir Mexíkó þar á laugardag í fæingaleik.

„Tímabilið fyrir mig persónulega sem heild, þá hefur þetta ekki bara verið dans á rósum. Fyrri hlutinn þungur en eftir jól en stimplað ég mig vel inn, spila hvern einasta leik. Extra sætt að vera stór partur af Meistaratitlinum eins og raun var.“

Möguleiki er á að Hjörtur hafi spilað sinn síðasta leik með Bröndby. „Það gefur auga leið, það gæti verið raunin. Ég útiloka ekkert í þeim efnum, það kemur í ljós. Ætla það sé ekki blanda af báðu, ég er með lausan samning og hef fullan rétt á að leita í kringum mig. Fimm góð ár, alltaf ljóst að maður lítur eitthvað aðeins í kringum sig. Rosalega góð ár samt, gott að vera í Kaupmannahöfn,“ sagði Hjörtur.

COVID ástandið hefur haft áhrif á fjárhag klúbbana og samningslausir leikmenn oft í klípu að fá nýjan og betri samning, Hjörtur veit ekki hvort ástandið hafi áhrif á hans möguleiki. „Ég hef ekki fundið það, ég er lengi búinn að vita að ég sé að renna út. Mörg félög sem eru ekki jafn vel stæð og áður, útlitið í heiminum er að lagast. Það sama með klúbbana, aðdáendur að streyma inn á vellina. Ég hef engar áhyggjur.“

Hjörtur óttast það ekki að vera samningslaus og mögulega meiðast. „Annars væri ég ekki hér, ég fulla trú á að maður sé ekkert að fara lenda í þessu. Ef maður væri alltaf að hugsa um að vera meiddur, þá áttu ekkert erindi í íþróttir.“

„Ég er voðalega lítið búinn að vera með hugann við þetta. Mikil orka og púður að klára þennan titil, ekki eins og við hefðum rúllað yfir deildina. Mjög þétt síðustu vikur, einhver símtöl frá liðum. Ég hef lítið einblínt á það. Ég hlakka til að sjá hvað verður eftir það.“

Hjörtur segir stöðuna frábær, meistari í Danmörku og í landsliði Íslands. „Ég er meistari, án samnings. Í sterkri stöðu, ég er landsliðsmaður og er í þessu verkefni,“ sagði Hjörtur brattur.

Hjörtur er spenntur fyrir landsleikjunum. „Fyrst og fremst mjög spennandi verkefni, þrír góðir leikir. Aðstæður eins og best verður á kosið, spennandi verkefni. Hvort leikmenn séu hér eða ekki, ég er ánægður með þá leikmenn sem eru hérna,“ sagði Hjörtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“

Kominn með nýtt áhugamál eftir brottreksturinn – ,,Nú getum við gert eitthvað saman“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað

United þarf að borga himinhá laun ef hann verður lánaður annað
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“

Tónlistarmaðurinn heimsfrægi fór yfir strikið á samskiptamiðlum: Var alls ekki hrifinn af þessum ummælum – ,,Haltu kjafti, kunta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli

England: Arsenal mistókst að nýta þægilega stöðu á heimavelli
433Sport
Í gær

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu

England: Bournemouth fór illa með Newcastle – Kluivert með þrennu og stoðsendingu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum

Byrjunarlið Brentford og Liverpool – Tsimikas í bakverðinum
433Sport
Í gær

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum

Fá líklega mun hærri upphæð frá Chelsea en öðrum félögum
433Sport
Í gær

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina

Staðfesta af hverju hann var ekki valinn í leikmannahópinn – Á leið í úrvalsdeildina